66. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 09:01


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:01
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 10:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:01
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:01
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:01
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:01
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:37

Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 270. mál - póstþjónusta Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Indriði B. Ármannsson og Hjörtur Grétarsson frá Þjóðskrá Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Páll Gunnar Pálsson og Eva Ómarsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staðan í loftlagsmálum Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Víðis Jónsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Hugi Ólafsson og Sigríður Auður Arnardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Gerði ráðherra grein fyrir stöðunni í loftslagsmálum, þ.m.t. stöðu aðgerða í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030, og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:44
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00