68. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 09:05


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:08
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:38
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 11:25.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:36
Fundargerð 67. fundar samþykkt.

2) 542. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Eygerður Margrétardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Árný Sigurðarsdóttir og Svava Steinsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Þorsteinn Narfason frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Þá var Alfreð Schiöth frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Akureyrarbæ viðstaddur gegnum símfundabúnað.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 758. mál - loftslagsmál Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Eygerður Margrétardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Geir Arnar Marelsson og Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu, Guðmundur Sigurbergsson frá iCert ehf. og Maríanna Traustadóttir frá Alþýðusambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 759. mál - efnalög Kl. 10:43
Á fund nefndarinnar mætti Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu.
Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 403. mál - fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

6) 404. mál - stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033 Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

7) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 11:01
nefndin ræddi málið.

8) 219. mál - umferðarlög Kl. 11:06
Nefndin ræddi málið.

9) 571. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 11:36
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

10) Önnur mál Kl. 11:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37