69. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 09:02


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:23
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:46
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 11:04

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:34
Fundargerð 68. fundar samþykkt.

2) 270. mál - póstþjónusta Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Ingimundur Sigurpálsson, Auður Björk Guðmundsdóttir og Andri Árnason frá Íslandspósti ohf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 759. mál - efnalög Kl. 10:22
Á fund nefndarinnar mættu Árný Sigurðardóttir og Svava S. Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

4) 219. mál - umferðarlög Kl. 10:36
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Magnúsdóttir og Kristín Ólafsdóttir frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði og Valgerður Rúnarsdóttir frá SÁÁ. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 403. mál - fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 11:09
Framsögumaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.
Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.

6) 404. mál - stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033 Kl. 11:09
Framsögumaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.
Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.

7) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 11:27
Samþykkt var að afgreiða umsögn til fjárlaganefndar. Að umsögn standa Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Bergþór Ólason og Rósa Björk Brynjólfsdóttir með fyrirvara.

Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu sér umsögn.

8) 542. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 11:31
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

9) 758. mál - loftslagsmál Kl. 11:31
Nefndin samþykkti að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yrði framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 11:33
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:37