Umhverfisnefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni umhverfisnefndar nú að mestu leyti undir umhverfis- og samgöngunefnd.

Málaflokkar

Til umhverfisnefndar var m.a. vísað málum er varða náttúruvernd, dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum, hollustuhætti og mengunarvarnir, skipulags- og byggingarmál, landmælingar og kortagerð, varnir gegn ofanflóðum og rannsóknir á sviði umhverfismála.

Opnir nefndafundir

Opinn fundur í umhverfisnefnd með umhverfisráðherra 4. mars 2011

Skýrslur unnar fyrir nefndina

Skýrsla um sorpbrennsluna Funa janúar 2011