1. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 13. september 2019 kl. 09:15


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:15
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Þorgerður K. Gunnarsdóttir boðaði fjarvist.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1863. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 09:15
Sigríður Á. Andersen var kosin formaður utanríkismálanefndar með atkvæðum Ara Trausta Guðmundssonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Loga Einarssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigríðar Á. Andersen. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Smári McCarthy sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

2) Önnur mál Kl. 09:20
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30