22. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 09:30


Mætt:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Gunnar Bragi Sveinsson, Sigríður Á. Andersen, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10:01

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1884. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Fundur varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins 12.-13. febrúar 2020 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Arnór Sigurjónsson og Martin Eyjólfsson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllunni í samræmi við 24. gr. þingskaparlaga.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 511. mál - vestnorræn umhverfisverðlaun hafsins Kl. 10:00
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3 og 4.

Á fund nefndarinnar komu Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir ritari Íslandsdeildar.

Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 512. mál - niðurgreiðsla flugfargjalda ungmenna milli Vestur-Norðurlanda Kl. 10:00
Sjá umfjöllun við 3. dagskrárlið.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:35
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40