14. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 16. desember 2020 kl. 12:45


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 12:45
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 12:45
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 12:45
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 12:45
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 12:45
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 12:45

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll. Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1920. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:45
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 12:45
Nefndin afgreiddi umsögn sína til umhverfis- og samgöngunefndar.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/ Kl. 12:50
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin) Kl. 12:51
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Önnur mál Kl. 12:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:52