24. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 12. apríl 2021 kl. 09:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Edwald

1930. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) 626. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2020 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins og Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1238 frá 20. júní 2019 um samevrópska einstaklingsbundna lífeyrisvöru (e. PEPP) Kl. 10:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 Kl. 10:07
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20