36. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Ari Trausti Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 10:00.

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1941. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fríverslun við Bretland Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Þórir Ibsen og Ögmundur Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra fór yfir fríverslunarsamning við Bretland og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) ReglugerðEvrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu og um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/2088. Kl. 09:50
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu Kl. 09:51
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/933 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 469/2009 um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf Kl. 09:52
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) 596/2014 og (ESB) 2017/1129 um að liðka fyrir notkun vaxtamarkaðar fyrir lítil og meðaðstór fyrirtæki. Kl. 09:53
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) 33. mál - græn utanríkisstefna Kl. 09:54
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:00
Á fundinn komu Þórir Ibsen og Matthías Geir Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir gerðu grein fyrir starfsemi sendiráðs Íslands í Peking og fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20