5. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 17. janúar 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1946. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerðir 3. og 4. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:33
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var gestur fundarins. Ráðherra kynnti þingmálaskrá á 152. þingi sbr. 3. mgr. 47. gr. þingskapa og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Þróunarsamvinna á tímum Covid-19 Kl. 10:00
Gestir fundarins voru Anna Hjartardóttir og Davíð Bjarnason frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1257 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/2358 og (ESB) 2017/2359 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, áhættu og forgangs við eftirlit með afurðum og kröfum um stj Kl. 10:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 4.-7.

Nefndin lauk umfjöllun um málin í samræmi við 5. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB. Kl. 10:30
Sjá umfjöllun við 4. dagskrárlið.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1503 frá 7. október 2020 um hópfjármögnunarþjónustuveitendur fyrir fyrirtæki og sem breytir reglugerð (ESB) 2017/1129 og tilskipun 2019/1937/ESB Kl. 10:30
Sjá umfjöllun við 4. dagskrárlið.

7) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1504 frá 7. október 2020 sem breytir tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Kl. 10:30
Sjá umfjöllun við 4. dagskrárlið.

8) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/27/EB frá 25. október 2012 um orkunýtni, breytingu á tilskipunum 2009/125/EB og 2010/30/EB og um niðurfellingu á tilskipunum 2004/8/EB og 2006/32/EB. Kl. 10:32
Formaður kynnti álit atvinnuveganefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 5. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

9) Önnur mál Kl. 10:35
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40