20. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 09:41


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:41
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:41
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:41
Erna Bjarnadóttir (EBjarn) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:41
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:41
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:41
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:41
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:41
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:41

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1961. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:41
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 462. mál - ákvörðun nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:42
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þau kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin valdi Diljá Mist Einarsdóttur sem framsögumann málsins.

Nefndin lauk umfjöllun um málið. Að nefndaráliti stóðu Diljá Mist Einarsdóttir frsm., Njáll Trausti Friðbertsson, Logi Einarsson, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Gísli Rafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykkan álitinu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

3) 500. mál - ákvörðun nr. 171/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þau kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin valdi Diljá Mist Einarsdóttur sem framsögumann málsins.

Nefndin lauk umfjöllun um málið. Að nefndaráliti stóðu Diljá Mist Einarsdóttir frsm., Njáll Trausti Friðbertsson, Logi Einarsson, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Gísli Rafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykkan álitinu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

4) 463. mál - ákvörðun nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn o.fl. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigurjón Ingvason frá Fjarskiptastofu og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá háskóla, iðnaðar, og nýsköpunarráðuneyti. Þau kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin valdi Njál Trausta Friðbertsson sem framsögumann málsins.

Nefndin lauk umfjöllun um málið. Að nefndaráliti stóðu Njáll Trausti Friðbertsson frsm., Diljá Mist Einarsdóttir, Logi Einarsson, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Gísli Rafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykkan álitinu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

5) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. apríl nk. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Hjörleifur Gíslason, Benedikt Hallgrímsson og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson og Gauti Daðason frá innviðaráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem kalla á lagabreytingar og til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. apríl nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Ástandið í Úkraínu Kl. 10:36
Fjallað var um 6. og 7. dagskrárlið saman.

Gestir fundarins voru María Mjöll Jónsdóttir, Bryndís Kjartansdóttir og Jóhann Þorvarðarson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllunin var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

7) NATO-umræða í Finnlandi og Svíþjóð Kl. 10:36
Sjá athugasemd við 6. dagskrárlið.

8) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25