6. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05

Ásmunur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1630. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Reglugerð (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara Kl. 09:06
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 1-7. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Lagt var fram minnisblað til utanríkismálanefndar, ásamt fylgibréfi dags. 9. október 2014, um ESB-gerðir á sviði orkumála sem nefndin hefur tekið til frumkvæðisathugunar. Minnisblaðið var unnið af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Reglugerð (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

3) Reglugerð (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

4) Ákvörðun 2013/633/ESB, er varðar veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

5) Framseld reglugerð (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksuga. Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

6) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna. Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

7) Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksuga. Kl. 09:06
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

8) Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja Kl. 09:54
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 8 og 9. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Björn Rúnar Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Lagt var fram bréf utanríkisráðuneytisins til formanns nefndarinnar, dags. 15. september 2014. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins Kl. 09:54
Sjá bókun við dagskrárlið 8.

10) Tilskipun 2012/28/ESB er varðar munaðarlaus höfundarverk. Kl. 10:35
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

11) 20. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu Kl. 10:37
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Lagt var til að Birgir Ármannsson yrði framsögumaður og var það samþykkt. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

12) Fundargerðir Kl. 10:38
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

13) Önnur mál Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um:

a) Fyrirkomulag samráðs utanríkisráðherra við nefndina;
b) starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55