10. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 15:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 15:06
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 15:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:40
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:09
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 15:06
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:08
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:11

Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 16:15, Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 16:23, Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:05.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1634. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:07
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Fríverslunarsamningar Íslands Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir frá utanríkisráðuneyti. Dreift var yfirliti yfir stöðu fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna. Gestirnir fóru yfir minnisblaðið og stöðu TISA-viðræðna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 16:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) nr. 210/2013 um samþykki spíruframleiðenda Kl. 17:06
Formaður kynnti álit atvinnuveganefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Önnur mál Kl. 17:17
a) Starfið framundan;
b) þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:22