14. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:05
Elín Hirst (ElH) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:08
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:05

Ásmundur Einar Daðason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi. Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1638. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fyrir fundinum lágu álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

2) 340. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Lagt var til að Birgir Ármannsson verði framsögumaður og var það samþykkt.

3) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 10:09
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Lagt var til að Birgir Ármannsson verði framsögumaður og var það samþykkt. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Reglugerð (ESB) nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Einar Magnusson og Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti og Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti.

Fyrir fundinum lágu álit velferðarnefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Fundargerð Kl. 10:36
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:37
Nefndin fjallaði um:

a) Borgaraþjónustu;
b) starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00