16. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 08:52


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:52
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:52
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:14
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 08:52
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 08:52

Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi. Ásmundur Einar Daðason boðaði forföll vegna veikinda. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 9:05.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1640. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 12. desember 2014 Kl. 08:52
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 09:21
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spuringum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Fundargerð Kl. 10:02
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03