33. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:20
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05

Ásmundur Einar Daðason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi. Elín Hirst boðaði forföll.

Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 09:45, Frosti Sigurjónsson vék af fundi kl. 10:45.

Hlé var gert á fundi kl. 10:20-10:35.

Heimir Skarphéðinsson nefndarritari ritaði fundinn til kl. 10:30.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1657. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fjárfestingarbanki Asíu. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis, María Erla Marelsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Ingþór Karl Eiríksson og Sigurður Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 09:55
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson, Matthías Geir Pálsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Birgir Ármannsson var skipaður framsögumaður málsins.

3) 609. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2015 Kl. 10:38
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson og Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þeir grein fyrir tillögunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var skipaður framsögumaður málsins.

4) 610. mál - samningur milli Grænlands og Íslands um stjórnun rækjuveiða á Dohrnbanka Kl. 10:44
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson og Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þeir grein fyrir tillögunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var skipaður framsögumaður málsins.

5) 608. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:50
Dagskrárliðnum var frestað.

6) 632. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:50
Dagskrárliðnum var frestað.

7) 626. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu Kl. 10:52
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og ákvað að senda það til umsagnar.

8) Fundargerð Kl. 10:53
Dagskrárliðnum var frestað.

9) Önnur mál Kl. 10:54
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55