39. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 08:40


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:42
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:52
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:42
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:50
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:42
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:42
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:42
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:57

Elín Hirst og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1663. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 08:42
Á fund nefndarinnar komu María Erla Marelsdóttir, Auðbjörg Halldórsdóttir, Harald Aspelund, Helga Hauksdóttir, Matthías G. Pálsson og Þórarinna Söebech frá utanríkisráðuneyti, Engilbert Guðmundsson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Daði Már Kristófersson frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um frumvarpið og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 10:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Formaður lagði fram drög að nefndaráliti sem voru samþykkt. Að áliti nefndarinnar stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson og Birgitta Jónsdóttir.

Eín Hirst óskaði eftir því að standa að álitinu þrátt fyrir fjarveru við afgreiðslu málsins, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

3) 728. mál - þátttaka í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi Kl. 10:23
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og skipaði Össur Skarphéðinsson framsögumann. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Fundargerð Kl. 10:24
Fundargerðir 35., 36. og 37. fundar voru samþykktar.

5) Önnur mál Kl. 10:25
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30