37. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:11
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:11
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:11
Elín Hirst (ElH), kl. 09:11
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:11
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:11

Steinunn Þóra Árnadóttir leysti Katrínu Jakobsdóttur af við upphaf 3. dagskrárliðar.

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1661. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) 695. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson, Axel Nikulásson, og Matthías Geir Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir fóru yfir tillöguna og svöruðu spurningum nenfdarmanna.

Kveðið var á um trúnað á hluta umfjöllunarinnar skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

3) Undirbúningur heimsóknar utanríkismálanefndar til Washington. Kl. 10:36
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson, Axel Nikulásson, og Ólafur Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

4) Önnur mál


Fundi slitið kl. 11:30