42. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 29. maí 2015 kl. 09:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:39
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:39
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 09:48
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:39
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:59
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:39

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson og Óttarr Proppé voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1666. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 637. mál - framkvæmd samnings um klasasprengjur Kl. 09:39
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir minnisblaði ráðuneytisins um tillögu frumvarpsins er lýtur að hlutlægri ábyrgð lögaðila og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 695. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 10:02
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn kom Júlíus Sigþórsson og gerði grein fyrir umsögn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Fundargerðir Kl. 10:36
Fundargerðir 40. og 41. funda voru samþykktar.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40