52. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. júlí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:01
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:44
Elín Hirst (ElH), kl. 08:44
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:44
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:44

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1676. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júlí 2015 Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Fóru þau yfir minnisblað um upptöku gerða í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 10. júlí 2015 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Staða Íslands í loftslagsmálum. Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Hrund Hafsteinsdóttir og Benedikt Höskuldsson frá utanríkisráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (EB) nr. 1069/2009 og reglugerð (ESB) nr. 142/2011 er varða aukaafurðir úr dýrum Kl. 09:28
Fyrir fundinum lá álit atvinnuveganefndar eftir umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Fundargerðir Kl. 09:31
Umfjöllun var frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:32