53. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júlí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:07
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:08
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:08
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08

Elín Hirst og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Greinargerð stjórnvalda til EFTA-dómstólsins í máli innstæðutryggingasjóða Bretlands og Hollands gegn TIF Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.

Gestirnir kynntu minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar dags. 3. júlí 2015 „Greinargerð stjórnvalda til EFTA-dómstólsins í máli innstæðutryggingasjóða Bretlands og Hollands gegn TIF.“

Formaður kvað á um trúnað skv. 24 gr. þingskapa þar til greinargerð Íslands hefur verið skilað til EFTA dómstólsins.

2) Fundargerð Kl. 09:47
Fundargerðir 51. og 52. fundar voru samþykktar.

3) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50