4. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 08:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 08:40
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:43
Elín Hirst (ElH), kl. 08:40
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:40
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:40
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:46
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:40

Frosti Sigurjónsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1686. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Þingmálaskrá - 145. löggjafarþing Kl. 08:41
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, Kristjáni Andra Stefánssyni, Jörundi Valtýssyni, Maríu Erlu Marelsdóttur og Bryndísi Kjartansdóttur frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir þingmálaskrá ráðherra á 145. löggjafarþingi.

2) Kosning 1. varaformanns. Kl. 09:19
Silja Dögg Gunnarsdóttir var kosin 1. varaformaður utanríkismálanefndar.

3) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 09:23
Rætt var um umfjöllun nefndarinnar um 91. mál - alþjóðlega þróunarsamvinna Íslands o.fl. (aukin skilvirkni, skipulag, Þróunarsamvinnustofnun Íslands).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45