6. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:01
Elín Hirst (ElH), kl. 09:02
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:01
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:01

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Frosti Sigurjónsson boðaði forföll.
Óttarr Proppé var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1688. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) 188. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 15/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-8. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 189. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 117/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 186. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 122/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

5) 190. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 9/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

6) 191. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 25/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

7) 185. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 28/2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

8) 187. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 143/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

9) Tilskipun 2014/40/ESB er varðar framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum Kl. 10:34
Formaður kynnti álit velferðarnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

10) Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 106/2015 (aflétting stjórnskipulegs fyrirvara). Kl. 09:55
Bréf frá utanríkisráðuneyti varðandi stjórnskipulegan fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2015 var kynnt nefndinni.

11) Önnur mál Kl. 09:58


Fundi slitið kl. 10:00