9. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:08
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:05

Óttarr Proppé boðaði fjarvist.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1691. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir vegna Úkraínu Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, Pétur G. Thorsteinsson, Jörundur Valtýsson og Ólafur Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti og Ingibjörg Davíðsdóttir frá forsætisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður kvað á um trúnað á hluta umfjöllunarinnar skv. 24. gr. þingskapa.

3) Önnur mál Kl. 10:19
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20