15. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. nóvember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 08:38
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 08:38
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:38
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:38
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:50
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:38
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:38
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 08:39

Elín Hirst boðaði forföll. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1697. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:40
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins Kl. 08:42
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson, Arnór Sigurjónsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllun nefndarinnar skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

3) Þátttaka Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun um að banna kjarnorkuvopn í fyrstu nefnd Sameinuðu þjóðanna Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson, Arnór Sigurjónsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 327. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson, Arnór Sigurjónsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var valin framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

5) Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum Kl. 09:58
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga Kl. 10:02
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Önnur mál Kl. 10:09
Rætt var um:
a. Umfjöllun nefndarinnar um 91. mál, alþjóðlega þróunarsamvinna Íslands o.fl., á milli 2. og 3. umræðu.
b. Alþjóðastarf utanríkismálanefndar.
c. Umfjöllun um málefni Schengen.

Fundi slitið kl. 10:00