35. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:05
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:11
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:10

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Eva Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1717. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) Fundur Sameiginlegu EES-nefndarinnar 18. mars 2016 Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:45
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:50