37. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:09
Elín Hirst (ElH), kl. 09:09
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:09
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:09
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:09
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:14

Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1719. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) Schengen og flóttamannastraumurinn Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Högni Kristjánsson og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Hermann Sæmundsson og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneyti.

Dreift var glærunum innanríkisráðuneytis „Málefni flóttafólks og hælisleitenda“ dags. 11. apríl 2016.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2014/104/ESB er varðar skaðabótareglur á sviði samkeppnismála Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti.

4) Landgrunnsmál. Kl. 10:28
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Sigvaldi Thordarson. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55