46. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 09:45


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:45
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:45
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:45
Elín Hirst (ElH), kl. 09:45
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:45
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:10

Frosti Sigurjónsson og Óttarr Proppé voru fjarverandi. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa en mætti á fundinn kl. 10:10. Þá var Karl Garðarsson fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1728. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:45
Fundargerðir 44. og 45. fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 3. júní 2016. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Valgerður B. Eggertsdóttir og Björn Freyr Björnsson innanríkisráðuneyti og Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti. Kynntu þau þær gerðir sem taka á upp í EES-samninginn á sameiginlegum fundi EES-nefndarinnar 3. júní nk.

3) 688. mál - Evrópska efnahagssvæðið Kl. 09:55
Nefndin ræddi málið.

4) 68. mál - alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla Kl. 10:05
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:15