60. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. ágúst 2016 kl. 11:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 11:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 11:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 11:30
Elín Hirst (ElH), kl. 11:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 11:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 11:30
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 11:30

Frosti Sigurjónsson boðaði forföll. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:40 vegna fundar í forsætisnefnd.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1742. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:30
Fundargerð 59. fundar var samþykkt.

2) 804. mál - aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Kl. 11:30
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Var það samþykkt.

3) Aflétting stjórnskipulegs fyrirvara Kl. 11:43
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðrún Ögmundsdóttir og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Kynntu gestir bréf fjármála- og efnahagsráðuneytis til nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 783. mál - samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 12:05
Nefndin fékk á sinn fund Sigurð Eyberg Jóhannesson umhverfis- og auðlindafræðing sem svaraði spurningum nefndarmanna.
Þegar gestur hafði vikið af fundi ræddi nefndin drög að nefndaráliti og lagði formaður til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt af öllum nema Steinunni Þóru Árnadóttur sem sat hjá við afgreiðsluna. Að áliti meiri hlutans standa Hanna Birna Kristjánsdóttir, form., frsm., Karl Garðarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði minni hluta álit.

5) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 12:30
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 12:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:40