64. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. september 2016 kl. 16:05


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 16:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 16:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 16:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 16:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 16:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 16:05

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Elín Hirst og Óttarr Proppé boðuðu forföll.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1746. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:05
Frestað.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 16:05
Á fund nefndarinnar komu Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Unnur Orradóttir Ramette frá utanríkisráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin umsögn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið.

Frosti Sigurjónsson óskaði eftir að bókað yrði að ekki væri þörf á því að vísa til efnahagshrunsins í yfirlýsingu Íslands fyrir EES-nefndinni sem fæmi um „systemic crisis".

3) Önnur mál Kl. 16:39
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40