65. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. september 2016 kl. 16:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 16:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 16:05
Elín Hirst (ElH), kl. 16:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 16:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 16:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 16:00

Karl Garðarsson, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1747. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:00
Fundargerðir 63. og 64. fundar samþykktar.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 16:00
Formaður kynnti drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt. Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Að áliti meiri hlutans standa Hanna Birna Kristjánsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Elín Hirst, Vilhjálmur Bjarnason, Óttarr Proppé, Karl Garðarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Þrjú síðastnefndu voru fjarverandi en skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Össur Skarphéðinsson skilar séráliti.

3) Önnur mál Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30