25. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:04

Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgir Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1774. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. júní 2017 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti. Hún fór yfir málið og svaraði spurningum fundarmanna.

2) Afleiddar reglugerðir af EMIR reglugerð (ESB) nr. 648/2012 Kl. 09:11
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Reglugerð (ESB) nr. 699/2014 um hönnun á sameiginlega kennimerkinu til að sanngreina aðila sem bjóða almenningi lyf í fjarsölu o.fl. Kl. 09:12
Formaður kynnti álit velferðarnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Önnur mál Kl. 09:15
Fjallað var um starfið framundan.

5) Fundargerð Kl. 09:21
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:30