26. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. júní 2017 kl. 08:30


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 08:29
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 08:34
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 08:29
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 08:29
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:28
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:38
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:32
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:38
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 08:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1775. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Brexit Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, Gunnar Snorri Gunnarsson og Unnur Orradóttir Ramette frá utanríkisráðuneyti.

Dreift var minnisblaðinu „Hagsmunagreining stjórnarráðsins vegna Brexit - Staða og næstu skref".

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Leiðtogafundur NATO Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Davíðsdóttir frá forsætisráðuneyti og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerð Kl. 10:10
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:11
Rætt var um starfið framundan.

Bryndís Haraldsdóttir greindi frá COSAC-fundi sem hún sótti 28.-30. maí sl.

Fundi slitið kl. 10:00