8. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 13:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:00
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:10

Logi Einarsson vék af fundi kl. 13:20

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1826. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/67/EB Kl. 13:00
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-3.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um gerðirnar og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Reglugerð (ESB) 2017/1129 um lýsingu sem birta skal við útboð verðbréfa á almennum markaði eða þegar þau eru tekin til viðskipta og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB Kl. 13:00
Sjá bókun við 2. dagskrárlið.

4) Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson og Arnór Sigurjónsson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni skv. 1. mgr. 24. gr. þingskapa.

Gestirnir kynntu fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður 4-5. desember nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Brexit Kl. 13:25
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Jónsdóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu fyrirhugaðan samning um útgöngumál tengd Brexit og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Hoyvíkursamningurinn Kl. 14:00
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Brexit Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson og Jóhanna Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra kynnti stöðu mála hvað varðar fyrirhugaða úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Ástandið í Úkraínu Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Jörundi Valtýssyni og Arnóri Sigurjónssyni frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

9) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. desember 2018 Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Hildur Dungal og Áslaug Jósepsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Linda Fanney Valgeirsdóttir frá velferðarráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. desember nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál Kl. 15:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30