23. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Sigríður María Egilsdóttir (SME), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1841. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 22. fundar var samþykkt

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. mars 2019 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu:

Kl. 9:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Pétri Gunnarssyni frá utanríkisráðuneyti

Kl. 9:25 Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti, Marta Margrét Rúnarsdóttir, Leifur Arnkell Skarphéðinsson og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. febrúar nk. og svaraði spurningum nefndarmanna. Í kjölfarið fór fram nánari umfjöllun með sérfræðingum ráðuneytanna sem jafnframt svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Endurskoðað samkomulag við Bretland um grannríkjasamstarf á sviði varnar- og öryggismála Kl. 09:55
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3 og 4.

Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson og Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Utanríkisráðherrafundur NATO 3. apríl 2019 Kl. 09:55
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

5) Brexit Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Nikulás Hannigan, Jóhanna Jónsdóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu stöðu mála varðandi fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 345. mál - stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023 Kl. 10:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:59
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:03