40. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 12:45


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 12:45
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 12:45
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 12:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 12:45
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (NMG), kl. 12:45
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 12:45

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1858. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:45
Fundargerðir 38. og 39. fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júlí 2019 Kl. 12:45
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Iðunn Guðjónsdóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Gunnlaugur Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem kalla á lagabreytingar og til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júlí nk. og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

3) Pósttilskipunin 2008/6/EB. Kl. 13:00
Nefndin lauk umfjöllun um gerðina og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Önnur mál Kl. 13:02
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:05