4. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:45

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1866. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 27. september 2019 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Bergþór Magnússon og Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Hjörleifur Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Linda Fanney Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þær gerðir sem kalla á lagabreytingar og til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júlí nk. og svaraði ásamt sérfræðingum stjórnarráðsins spurningum nefndarmanna.

3) Belti og braut Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Borgar Þór Einarsson og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Málefni norðurslóða Kl. 10:40
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2401 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og fjárfestingarfyrirtæki Kl. 10:40
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 5-7.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um gerðirnar og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/630 frá 17. apríl 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar lágmarksvernd gegn tapi af áhættuskuldbindingum í vanskilum Kl. 10:40
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

7) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við meðferð vegna ógjaldfærni Kl. 10:40
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

8) Önnur mál Kl. 10:50
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00