6. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. október 2019 kl. 09:30


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:32
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:32
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:32
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:32
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:32
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:32
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:32

Sigríður Á Andersen var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

1868. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) 142. mál - ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu Kl. 09:33
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 1. varaformaður kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.

Hlé var gert á fundi kl. 9:43 til kl. 10:00.

3) Staða mála í Sýrlandi Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Borgari Þór Einarssyni, Martin Eyjólfssyni, Nikulási Hannigan, Maríu Mjöll Jónsdóttur og Davíð Loga Sigurðssyni frá utanríkisráðuneytinu.

Ráðherra kynnti stöðu mála í Sýrlandi og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:46
Tillaga um að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um dóma sem féllu gegn aðskilnaðarsinnum í Katalóníu í hæstarétti Spánar 14. október sl. vegna aðildar þeirra að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á síðsta ári var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00