8. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. október 2019 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Gunnar Bragi Sveinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1870. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október 2019 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Kristínu Höllu Kristinsdóttur og Bergþóri Magnússyni frá utanríkisráðuneyti, Guðmundi Kára Kárasyni frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kjartani Ingvasyni og Helgu Barðadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október nk. og svaraði spurningum nefndarmanna. Í kjölfarið fór fram nánari umfjöllun með sérfræðingum ráðuneytanna sem jafnframt svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fjárheimildir til utanríkismála Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Gísli Þór Magnússon, Ingunn Þorsteinsdóttir, Sara Ögmundsdóttir og Arnór Sigurjónsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 146. mál - viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu Kl. 10:35
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti meiri hluta stóðu: Sigríður Á. Andersen form., Þorgerður K. Gunnarsdóttir, frsm., Álfheiður Eymarsdóttir, Ásgerður K. Gylfadóttir og Logi Einarsson.

Að nefndaráliti minni hluta stóðu: Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

5) Málefni norðurslóða Kl. 10:42
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45