12. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 10:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 10:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:00
Ómar Ásbjörn Óskarsson (ÓAÓ) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 10:00

Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1874. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Utanríkisráðherrafundur NATO 20. nóvember 2019 Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Martin Eyjólfsson og Anna Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá var minnisblaði dreift sem kveðið var um trúnað á í samræmi við 24. gr. þingskaparlaga.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Rætt var um störfin framundan.

Samþykkt var að fundur utanríkismálanefndar 22. nóvember nk. hæfist kl. 8:30, utan hefðbundins fundartíma.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05