24. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 09:33


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:33
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:33
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:33
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:33
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:33
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:33
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:33

Þorgerður K. Gunnarssdóttir boðaði fjarvist.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1886. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 frá 19. mars 2019 um að taka í notkun höfuðlénið .eu og hlutverk þess og um breytingu og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 733/2002 sem og niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2 Kl. 09:35
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

3) 52. mál - stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna Kl. 09:35
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Smári McCarthy var valinn framsögumaður þess.

4) 109. mál - fordæming meðferðar bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum Kl. 09:42
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður þess.

5) 147. mál - fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum Kl. 09:43
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Logi Einarsson var valinn framsögumaður þess.

6) 224. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 09:43
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður þess.

7) 241. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 09:44
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður þess.

8) 264. mál - skipan nefndar til að meta stöðu og gera tillögur um framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu Kl. 09:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var valin framsögumaður þess.

9) Störf alþjóðanefnda Kl. 09:56
Fjallað var um störf Íslandsdeilda Evrópuráðsþingsins, ÖSE-þingsins, þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál og þingmannanefnda EFTA og EES.

10) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45