26. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1888. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Martin Eyjólfssyni og Davíð Loga Sigurðssyni frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra kynnti nýútkomna skýrslu um Ísland í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 374. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn Kl. 10:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á. Andersen form., frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 10:10
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Önnur mál Kl. 10:12
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15