4. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 09:50.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1910. fundur utanríkismálanefndar

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Ástandið í Hvíta-Rússlandi Kl. 09:00
Á fundinn komu María Mjöll Jónsdóttir, Davíð Logi Sigurðsson og Ágúst Már Ágústsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 216. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-8.

Á fund nefndarinnar komu: Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneuyti, Gunnlaugur Helgason og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Ólafur Hjörleifsson og Vera Sveinbjarnardóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Drífa Sigurðardóttir og Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

4) 217. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Sigríður Á Andersen var valin framsögumaður málsins.

5) 218. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Sigríður Á Andersen var valin framsögumaður málsins.

6) 219. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Sigríður Á Andersen var valin framsögumaður málsins.

7) 220. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2020 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

8) 221. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Sigríður Á Andersen var valin framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50