9. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 2. desember 2020 kl. 09:05


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:50
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:45
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Smári McCarthy (SMc) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Sigríður Á Andersen vék af fundi kl. 10:45.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1915. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu:

kl. 9:05 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Bryndísi Kjartansdóttur, Jónu Sólveigu Elínardóttur, Önnu Jóhannsdóttur og Borgari Þór Einarssyni frá utanríkisráðuneyti.

kl. 9:30 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt Sigurði Emil Pálssyni og Ingveldi Sæmundsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Ráðherrarnir fóru yfir málið og svöruðu ásamt fulltrúum ráðuneytanna spurningum nefndarmanna.

3) 315. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2020 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Rán Tryggvadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

4) 302. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2020 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á Andersen form., Bryndís Haraldsdóttir frsm., Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

5) Utanríkisráðherrafundur NATO 1-2 desember 2020 Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti sem gerði grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 33. mál - græn utanríkisstefna Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1724 frá 2. október 2018 um að koma á einni stafrænni gátt til að veita aðgang að upplýsingum, málsmeðferðarreglum og aðstoð og þjónustu til lausnar á vandamálum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/201 Kl. 11:00
Dagskrárliðnum var frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00