15. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 18. janúar 2021 kl. 09:30


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:30

Sigríður Á Andersen var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1921. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Utanríkisviðskiptastefna Íslands: Skýrslan "Áfram gakk" Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Þórði Jónssyni og Nínu Björk Jónsdóttur frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Staða mála í Kína Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Davíð Logi Sigurðsson, María Mjöll Jónsdóttir og Anna Hjartardóttir frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskaparlaga.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum Kl. 10:55
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB frá 23. júlí 2014 um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum Kl. 10:56
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 10:57
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00