18. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1924. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 15., 16. og 17. fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. febrúar 2021 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Guðmundur Kári Kárason, Anna Valbjörg Ólafsdóttir og Elísabet Júlíusdóttir frá fjármálaráðuneyti, Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneyti, Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðherra kynnti þær gerðir sem kalla á lagarbreytingar og til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. febrúar nk. og svaraði ásamt sérfræðingum stjórnarráðsins spurningum nefndarmanna.

3) Brexit Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Þórir Ibsen, Jóhanna Jónsdóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25