20. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 13:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:00
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 13:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundi kl. 13:25

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1926. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir, Inga Þórey Óskarsdóttir og Helga Hrönn Karlsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1024 frá 20. júní 2019 um opin gögn og endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera. Kl. 13:15
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-5.

Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1071 frá 18. maí 2020 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug, sem kemur frá Sviss, frá viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir Kl. 13:15
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/904 frá 5. júní 2019 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið Kl. 13:15
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 13:20
Rætt var um störfin framundan.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég vil bóka athugasemdir við stöðugt fundafall í utanríkismálanefnd, bæði á haustþingi en sérstaklega á vorþingi. Það er engan veginn í takt við mikilvægi nefndarinnar og umfjöllunarefni hennar að láta það viðgangast af hálfu formanns nefndarinnar að fundir falli stöðugt niður. Tel það vera alvarlegt og draga verulega úr mikilvægi nefndarinnar og umfjöllunar um utanríkismál á Alþingi.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:30