22. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi. Logi Einarsson vék af fundi kl. 10:00. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:15.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1928. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarkvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Á fund nefndarinnar komu Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kl. 9:20 kom Kristín A. Árnadóttir verðandi sendiherra Íslands í Vín sem kynnti starfsemi sendiskrifstofunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 9:40 kom á fund nefndarinnar Guðni Bragason verðandi sendiherra Íslands í Nýju Delí sem kynnti starfsemi sendiskrifstofunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30