26. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:06.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1932. fundur utanríkismálanefnar.

1. varaformaður stýrði fundi frá kl. 9:00 til 10:06 en formaður eftir það.

Bókað:

1) 750. mál - stefna Íslands í málefnum norðurslóða Kl. 09:00
Fjallað var um 1. og 2. dagskrármál saman.

Á fundinn komu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir og Geir Oddsson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumnaður fyrir tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Logi Einarsson var valinn framsögumaður fyrir tillögu til þingsályktunar um aukið samstarf Grænlands og Íslands. Ákveðið var að senda málin til umsagnar.

2) 751. mál - aukið samstarf Grænlands og Íslands Kl. 10:06
Sjá bókun við 1. dagskrármál.

3) Fundargerð Kl. 10:06
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

4) 691. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2020 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:07
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á. Andersen form. frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

5) 693. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á. Andersen form. frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

6) 706. mál - ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli Kl. 10:09
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á. Andersen form. frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

7) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10