35. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 8. júní 2021 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Hildur Edwald

1940. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 34. fundar samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES- nefndarinnar 11. júní 2021 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestir kynntu þær gerðir sem kalla á lagabreytingar og til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 11. júní nk.

3) 485. mál - varnarmálalög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið.

4) 33. mál - græn utanríkisstefna Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 09:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20